Olnæter
Nú stefnir í lítinn svefn. Enn eina ferðina. Í þetta sinn í örvæntingu við að reyna að bjarga prófinu í fyrramálið!
Ojæja. Ég fann varalit, varalitablýant og gloss í veskinu mínu, sem ég gleymdi að nota í gærkvöldi. Er nú með afar vel málaðar og glansandi varir. Ekki verra við lesturinn! Mér tókst líka að ná mér í pízzu áðan, hálftíma fyrir lokun Bláhornsins hér í nágrenninu. Og ég get svo svarið það hun rann fljótt niður. Var ekki alveg buin að gera mér grein fyrir hversu svöng ég var orðin. Ég var nú samt ekki gráðugri en það að ég gaf Stínu tæpa hálfa pizzu. Held að hún sé líka enn að við greinarskrif, er víst með dellu á morgun (della=deadline).
Já, dásamlega stúdentalíf;-)