sunnudagur, maí 21, 2006

Olnæter


Nú stefnir í lítinn svefn. Enn eina ferðina. Í þetta sinn í örvæntingu við að reyna að bjarga prófinu í fyrramálið!

Ojæja. Ég fann varalit, varalitablýant og gloss í veskinu mínu, sem ég gleymdi að nota í gærkvöldi. Er nú með afar vel málaðar og glansandi varir. Ekki verra við lesturinn! Mér tókst líka að ná mér í pízzu áðan, hálftíma fyrir lokun Bláhornsins hér í nágrenninu. Og ég get svo svarið það hun rann fljótt niður. Var ekki alveg buin að gera mér grein fyrir hversu svöng ég var orðin. Ég var nú samt ekki gráðugri en það að ég gaf Stínu tæpa hálfa pizzu. Held að hún sé líka enn að við greinarskrif, er víst með dellu á morgun (della=deadline).

Já, dásamlega stúdentalíf;-)

föstudagur, maí 19, 2006

What's up dog?


Ég brá mér í heimsókn í gærkvöldi og kíkti á Júróvísjón. Jahhh, þvílík vonbrigði! Silvía okkar Nótt komst ekki í hóp hinna útvöldu í gærkvöld! Ég lagði samt mitt af mörkum til að svo yrði! Auðvitað. Þótt ég hafi reyndar verið frekar viss um að svona færi. En, mér til ómældrar ánægju rokkaði Finnland feitt og komst inn, svo og Dressman-liðið frá Lettlandi. Afar svalir;-)

Hér er ekkert sumarveður sem stendur. Skýjað og dumbungslegt, sem er kannski ekki svo slæmt þar sem ég er að fara í próf á mánudaginn næsta. Og ég á eftir að lesa slatta.

þriðjudagur, maí 02, 2006

30


Er ekki alltaf rétti tíminn fyrir freyðivín og jarðarber með súkkulaði og kókos?
Jú er það ekki?

Bauð upp á slíkt hér upp úr þrjú úti í garði. Hefði bara átt að kaupa tíu flöskur, en ekki þrjár. Það hefði bara verið svo helv... þungt að bera þær hingað úr bænum.
Ætlum út að borða í kvöld á e-n tyrkneskan stað niðri í bæ.

Ég hef ekkert heyrt frá Böðvari. Ætli hann hafi gleymt mér? Ég trúi því ekki!