Persónuleiki
Hversu vel þekkið þið mig? Ég apaði eftir Skringsli og setti upp stutt próf sem tekur ekki nema hálfa til eina mínútu. Prófið það!
Sólin vermir harðfennið í mælireitnum. Ég fitjaði upp á enn einni peysunni í gær, og náði að prjóna upp að höndum (þetta er lítil peysa). Ég kíkti líka á bráðskemmtilega tréútskurðarsýningu í Tjarnarsal Ráðhússins, kíkti í bókabúð niðri í bæ og keypti mér bráðgirnilega köku. Ég kíkti líka í bíó og sá þessa líka góðu mynd, The Constant Gardener. Hún fékk mig til að hugsa um þann fjölda manns sem lætur lífið árlega við það að reyna að gera heiminn ögn betri, þar sem siðferðisleg blinda og spilling ráða lofum og lögum. Mynd sem svo sannarlega skilur margt eftir. Ég mæli með henni.