Gleðilegt sumar, elsku vinir;-)
Er mætt í vinnuna, hressari en síðustu daga. Annað veggspjaldið tilbúið til prentunar en hitt alveg eftir. Búin að vera hér fram á nótt síðustu tvo, þrjá daga, með hausverk og yfir 38 stiga hita og hálsbólgu (ææææ, aumingja ég, aumingja ég, aumingja ég). Ojæja. Svona hefnist manni skipulagsleysið. Reyni að massa þetta í dag og á morgun svo ég hafi e-ð að sýna. Þrír dagar í Vín.
Var líka að vinna á sumardaginn fyrsta í fyrra. Var með fyrirlestur daginn eftir. Þá var líka sól, 13 stiga hiti og mér var boðið í siglingu á Karlsfarinu úti á Fossvoginum...
Dagbók eilífðarstúdents sem býr í Reykjavík og þykir alltof gaman að prjóna en slugsar við rigerðasmíð!
fimmtudagur, apríl 21, 2005
laugardagur, apríl 16, 2005
Hugsi hugs...Gone on a thinking walk
Hugsi hugs, eins og Bangsímon sagði e-u sinni. Á það sameigninlegt með bangsagreyinu að hugsa stundum svolítið. Eða eiginlega aðeins of mikið. Hér kemur lítil saga að hugsi-labbitúr fyrir viku síðan. Ég hafði sum sé farið í leikhús á laugardagskvöldi með mater. Við höfðum ákveðið að kíkja á pöbba eftir á og þar eð ég drakk soldið viskí á tveimur stöðum sá ég þann kost vænstan að skilja bílinn eftir á bak við Þjóðleikhúsið. Núnú. Daginn eftir var hið besta veður og í hádeginu rölti ég niður laugarveginn. Skoðaði í glugga á leiðinni og fékk skyndilega þessa líka fínu hugmynd að belti sem ég er að pæla í að sauma. Núnú, þar sem ég var í þungum þönkum að pæla í mismundandi útfærslum rekst ég á frænda minn fyrir utan listagallerí. Tókum tal saman og svo strunsaði ég áfram. Kíkti í Iðu niðri í bæ, þurfti að kaupa mér límstifti fyrir fermingarkort sem ég var að gera. En áður en ég komst svo langt greip tímaritarekkinn athygli mína og ég ég kíkti í Burdablað. Nú, sá þetta líka fína pils í blaðinu, fékk skyndilega aðra hugdettu að skemmtilegri útfærslu á pilsinu sem gæti gert það svolítið sérstakt (og passa við nýju gullskóna mína:-). Greip blaðið með mér og á leiðinu að líminu rakst ég á gjafakort og við það fékk ég þriðju hugdettuna þann hálftímann og hugsandi um allar þessar hugmyndir, raðandi saman mismunandi litum og formum í huganum, gekk ég að líminu, borgaði fyrir, steingleymdi auðvitað hinu sem ég ætlaði að fá líka, og hélt af stað til baka heim upp Laugarveginn. Í mjög þungum þönkum. Það var fyrir tilviljun að mér varð litið til hliðar og gegnum húsasund við Laugarveginn blasti Þjóðleikhúsið við mér. Var auðvitað löngu búin að gleyma að ég hafði upphaflega farið af stað til að sækja bílinn. Hahaha. Hugsi hugs...
Hef verið að reyna að lifa eftir mottóinu: Gerðu einn hlut í dag sem þú gætir vel frestað til morguns. Jámm. Hef með þessu afrekað að skipuleggja húsfund, láta laga rafmagnið á ganginum (nei, er ekki í hússtjórn en farið að leiðast slugsið:-( )og straujaði dúk og boraði upp spegil á ganginum í auglýsingahléum þegar ég horfði á þátt á skjá einum á miðvikudagskvöldið var. Ég hef aldrei fyrr BEÐIÐ eftir næsta auglýsingahléi jafnspennt... Spegillinn hefir staðið á kommóðunni síðan ég flutti inn. Þetta lítur miklu betur út núna. En þvílíkt slugs. Úffff.
föstudagur, apríl 01, 2005
Think pink
Mig langaði ekkert sérlega mikið framúr áðan. Æi. Skrítnar draumfarir. Lufsaðist þó á fætur, dró fram bleiku inversjón-skóna (Uppsalir 2003), bleika semelíueyrnalokka og nýja bleika, teinótta slifsið og leðurjakkann. Klæðumst drottni til dýrðar hugsaði ég og minntist orða konunnar á Omega í gærkvöldi (ég skrapp í heimsókn, sko:-). Var fegin að hafa skolað af bílnum á leið heim úr vinnu í gær þegar ég kom að honum héluðum í morgun. Mói, greyið, þarf þá ekki að vera svo skítugur í komandi frostkasti. Held hann sé líka ofsakátur með nýja nýju pústviðgerðina. A.m.k. varð ég himinlifandi þegar ég heyrði að viðgerðin kostaði ekki nema 3500-kall, en ekki 10-20 þúsund, eins og ég hafði búist við.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)