miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Leirburður



Þriðji í kvefpest...

Djöfulsins drullukvef,
dúndrandi hausverkur stíflað nef.
Hausinn fullur af hor.
Helvíti. Vildi'að það væri vor.


Jákvæð? Fusss. Ekki ég....

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

The Domestic Godess


Jeminn eini. Ég sló bara öllu sem heitir myndarlegt við síðustu helgi og lék the domestic godess. Þurrkaði af, sópaði hvurn krók og kima og skúraði. Fúgaði og kíttaði svo með pa inni á baði. Fór reyndar ekkert offörum í eldhúsinu að þessu sinni. En það gerir ekkert til, þar sem ég hef mig og aðeins mig til að elda og baka oní. Og nóg fékk ég af bollunum annars staðar. Er að hugsa um að eiga ljúfa stund með kíttissprautunni í kvöld og klára verkið (í kringum baðkarið, sko). Horfa svo á das Model ala Tyra á s1. Jiiii, hvað þetta verður huggulegt (og nei, er ekki að tapa glórunni;-)

Annars var þarsíðasta helgi ekki af verri endanum. Pakkaði niður sæng minni, nóg af greinum til að lesa og rauðvínsflösku og ók með Ara viðskiptastjóra norður á Sauðárkrók í heimsókn til broþar og Söruminnar. Þar var hlegið mikið, hörð barátta háð um vinningssætið í Siedler von Catan, fíflast, etið nóg af rosalega góðri og mikilli súkkulaðiköku og sungið. Sungum tvíradda norður yfir Vatnsskarðið og Old Durrham Town og fleiri Whittaker-slagara suður Holtavörðuheiði. Ég rétt náði að troða inn svona eins og þremur AC-DC lögum. Þá var strax skrúfað niðrí græjunum...