mánudagur, september 27, 2004

Innarinn


Júbbs, fór að ráðum Stínu og hélt smá innflutningspartý á föstudaginn var. Var búin að ákveða að bjóða hjálpsömum vinum í mat fyrst (sem máluðu og fluttu með mér) og auðvitað bror og Söru sem voru væntanleg þessa helgi. Matargestir fengu sýrða lúðubita í forrétt, fiskisúpu og ostaköku og Rammstein sem dinnertónlist (fer vel með hráum fiski:-). Ég eldaði auðvitað aaaaallt of mikið svo í dag er þriðji í súpu, úfff, og varla sér högg á vatni (afgangurinn fer í frystinn). Hafði boðið nokkrum fleirum í partý eftir matinn en Arnþrúður, Ella og Pálína voru þær einu sem létu sjá sig. Það sakaði sosum alls ekki, fámennt en góðmennt og það var rabbað fram á nótt. Laugardagurinn fór í uppvask, skúringar (renndi auðvitað yfir allt með bónvélinni góðu :-), hangs og eftirmiðdagsdúr svona rétt áður en ég lagði í lærið hjá mater. Jámm, frekar ljúft bara allt saman. Fyrir utan slugs og hangs í náminu. Úffff. Nú verða heimadæmin mössuð í þessari viku. Jesssörí.

miðvikudagur, september 22, 2004

haustið


Haustið færist yfir með sínum köldu morgnum, litabrigðum í lynginu við stokkinn hér í holtinu og vinnu- og skólastressi. Er búin að koma mér ágætlega fyrir, en þetta líf er nú frekar einmanalegt. Vakna með e-a leiðindatilfinningu í maganum á morgnana. Hmmmm. Er vetrardepurðin að færast yfir líka? Kannski bara stress.
Langar rosalega á Rammstein-tónleika í nóv. Ohhhh.

mánudagur, september 20, 2004

Nýir litir


Nýir litir??? Uuuu, hvítt, allt var málað hvítt, nema eldhusið, sem verður tekið síðar. Jú, ég stefni á að taka "eftir málun og tiltekt"-myndir. Þarf að drífa í því innan skamms.

Áhyggjur


Úff, vaknaði upp í morgun með áhyggjur af sýrðum lúðubitum. Líður illa eftir hvern fyrirlestur í merkja-síu-fræðunum og ég veit ekki hvað. Kannski ég ætti að sleppa forréttinum á föstudaginn? Hmmmm.

mánudagur, september 13, 2004

Nótt á nýjum stað


Jæja. Á fimmtudagskvöld, föstudag og laugardag var málað. Fékk í lið mér með góða vini sem aðstoðuðu við verkið. Flutti svo í gær, aftur með hjálp góðra vina. Berglind var með mér fram á kvöld að raða upp í skápa, koma húsgögnum fyrir og setja upp ljós og gardínur. Íbúðin er bara að verða vistleg, ég á þó enn eftir að koma fyrir bókum, fötum og einum kassa af eldhúsdóti, svo e-u smálegu. Svaf þokkalega, man þó því miður ekkert eftir draumum mínum.

Komst að því rétt fyrir helgi að ægilega vonda lykt fór að leggja frá eldhúsvaskinum þegar ég fór að nota hann, vatnslásinn ónýtur...

fimmtudagur, september 09, 2004

Skúra, skrúbba bóna


Fór í gær ferð númer tvö í Húsasmiðjuna, keypti í þessari ferð spartl, grunn og lakk á gluggana/dyrakarma. Skoðaði líka rósettur aftur. Alltaf gaman að ferðum í byggingavöruverzlanir. Fór svo með mömmu að þrífa og undirbúa undir málningu. Það tók miklu lengri tíma en við hugðum, svo ekkert var málað í það skiptið. Stefni á að renna fyrstu umferð á í kvöld, eftir vinnu. Finnst líka freistandi að taka frí á morgum til að mála svo ég geti flutt inn á laugardag ellegar sunnudag. Sum, sé, allt á fullu.
(Langar e-n að koma að mála?)

miðvikudagur, september 08, 2004

Og þannig fór um sjóferð þá - Karlagata 6 6.september


Nei, því miður, ég hef öngvar fleiri sögur af sjósundi handa ykkur. Mér hefur eiginlega ekki gefist tími fyrir fleiri sjósundæfingar, hefi haft í nógu öðru að stússast.
Skólinn er byrjaður, sit nú í tímum í merkjafræði og síum með Gunnari og Beggu héðan af Veðurstofunni og þriðja árs verkfræðinemum. Á líka að vera í leskúrs, aflfræði jarðskorpunnar, og lesa þar slatta af greinum.
Flúði frá öllu saman síðasta fimmtudag og fór í skemmtilega gönguferð með nokkrum vinnufélögum. Gengið var frá Sveinstindi við Langasjó í Hólaskjól á tveimur og hálfum degi. Komum heim á sunnudegi um fjallabaksleið, með viðkomu í Landmannalaugum.
Á mánudagsmorgni fór ég svo og skrifaði undir fjöldann allann af pappírum, og fékk afhenta lyklana af íbúðinni hennar Lovísu við Karlagötu, nú minni. Vííí. Berglind kíkti með mér um kvöldið og við tókum nokkrar myndir.










sama dag, 6.september, varð Gerða Björk þrítug! Til hamingju í þriðja sinn, Gerða:-)